Persónuverndarstefna



Sköpunartorg er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Karolina Fund, sem hefur aðgang að þeim gögnum sem sett eru inn á Sköpunartorg.

Við skráningu á Sköpunartorg gefur notandi upp fullt nafn sitt, netfang, símanúmer og fæðingardag. Upplýsingar um notendur síðunnar eru notaðar til að eiga samskipti og samstarf við notendur um verkefni þeirra og leiðbeina þeim eftir þeirra þörfum og óskum. Þær eru líka notaðar af stjórnendum síðunnar til að glöggva sig á hvaða hópar nýta sér síðuna og ekki síst hvaða hópar nýta hana ekki, svo hægt sé að þróa Sköpunartorg í átt að vettvangi sem býður velkomið allskonar skapandi og drífandi fólk. Fæðingardagur er líka notaður til að flagga það þegar börn yngri en 13 ára skrá sig, en þau geta ekki lögum samkvæmt gefið upplýst samþykki. Við þurfum því að setja okkur í samband við þessa yngstu notendur okkur varðandi að fá leyfi foreldra þeirra eða forráðamanna áður en þau geta byrjað að taka þátt.

Upplýsingar um notendur síðunnar verða ekki afhentar þriðja aðila.

Notendur eru hvattir til að hlaða inn mynd af sér, en er það þó ekki skylt.

Notendur Sköpunartorgs mega ekki villa á sér heimildir og skrá sig með upplýsingum um aðra en þá sjálfa, t.d. með nafni þeirra, netfangi, símanúmeri eða fæðingardegi.

Notandi ber ábyrgð á að þær upplýsingar sem hann setur inn á Sköpunartorg séu réttar, og á afleiðingum þess að villa á sér heimildir þar.

Meðferð Sköpunartorgs á persónuupplýsingum skráðra notenda er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Þessi texti um meðferð persónuupplýsinga er enn í vinnslu í þessari beta útgáfu Sköpunartorgs, en lögin standa og þeim er fylgt. Notendur Sköpunartorgs geta óskað upplýsinga um vinnslu persónuupplýsinga og gert kröfu um ráðstafanir þeirra vegna í samræmi við III. kafla laganna. Reykjavíkurborg telst ábyrgðaraðili í skilningi laga þessara og ákveður tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga sem koma til vinnslu á Sköpunartorgi. Notendur geta dregið skráningu sína á Sköpunartorgi til baka hvenær sem er, og þar með hætt þátttöku sinni.

Erindi sem varða meðferð persónuupplýsinga á Sköpunartorgi má senda á contact@karolinafund.com. Við vekjum athygli á því að notendur eiga rétt á að kvarta til Persónuverndar ef þeim virðist samt eitthvað vanta uppá rétta meðferð persónuupplýsinga í verkefninu.