Reykjavík Tool Library

Bókasafn, nema í stað bóka þá erum við með verkfæri
Framkvæmd
Reykjavík Tool Library
€1.309
131% of €1.000 markmið
19
Stuðningsaðilar
4
Líkar við þetta
Tilraunin er í gangi.
Um tilraunina
Vandamálagreining

Deilihagkerfið í Reykjavík


“Því meira sem við deilum, þeim mun meira höfum við” - Leonard Nimoy


Deilihagkerfið virkar þannig að þeir hlutir sem við þurfum einungis að nota í stuttan tíma getum við fengið lánað frá öðrum eða lánað þá hluti sem við eigum til að þeir nýtist betur út líftíma hlutarins. Þessi hugmyndafræði hefur tíðkast í hundruði ára með bækur, en það þekkja allir bókasöfn.


RVKTL (Reykjavík Tool Library - við erum ennþá að leita að uppástungu að góðu íslenskt heiti) virkar einmitt þannig. Borgarbúar geta gerst meðlimir hjá okkur gegn vægu gjaldi, frá 5000 - 8000kr á ári, og fengið þannig aðgang að öllum okkar verkfærum allt að þrjá daga í senn.

Við viljum bjóða borgarbúum að deila hlutum á formlegri máta.


Ábyrgðin á því að eiga hluti.


Öll eigum við einhverja hluti, en lang flestir þeirra teljast til neysluvara. Fyrir ekki mörgum áratugum þá bjó fólk til nánast alla þá muni og verkfæri sem það notaði dags daglega. Það byggði húsin sín, borðbúnað, húsgögn og jafnvel farartæki. Þeim munum var vel viðhaldið þar sem þeir voru dýrmætir. Margir eiga kannski húsgögn eða aðra muni sem voru heimasmíðaðir á árum áður sem hafa tilfinningalegt gildi enn þann dag í dag. Hlutirnir áttu sögu. Það hefur að mörgu leiti breyst.

Við viljum bjóða fólki að deila og viðhalda nútíma hlutum og þekkingu.


Nýsköpun og framkvæmenda hreyfingin.


Orðið Maker Movement er gott og gilt í enskri tungu, en hefur ekki náð að skjóta rótum í Íslensku. Hreyfingin er afsprengi hreyfingar lista og handverksfólks, en orðið Maker snýr meira að því að nýta sér nútíma tækni til að hafa jákvæð og oft listræn áhrif á heimin í kring um sig. Út af mikilli sérhæfingu síðustu áratuga hefur almenn þekking á notkun verkfæra og viðhald á daglegum munum farið dalandi. Við teljum að nýsköpun eigi sér best stað þar sem fólk hefur þekkingu á því hvernig hlutir virka og hvaða verkfæri séu best til framkvæmda.

Við viljum bjóða fólki aðgang að þekkingu, auðlindum og plássi til að skapa fyrir sig sjálft og samfélagið.


Hver erum við?


Við erum Anna Mathos og Hafliði Ásgeirsson. Anna og Hafliði stofnuðu RVKTL í lok sumars 2018. Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð, en erum ekki ennþá orðin sjálfbær með verkefnið.


Anna kemur upphaflega frá Brasilíu, en flutti til Íslands frá London árið 2016. Hún hafði haft hugmyndina í langan tíma, en tók ákvörðunina um að stofna verkefnið þegar hún fór að sakna þess að hafa aðgang þeim verkfærum sem hún hafði áður í London. Hún tók eftir því að verkfæri á Íslandi eru mjög dýr og erfitt að fá aðgang að ýmiskonar smáverkfærum nema í gegn um óformlegt tengslanet.


Hafliði hefur áður stofnað sambærilegt verkefni sem hét Hakkit. Það var samfélaglegur bílskúr sem hafði auk ýmiskonar verkfæra, sérhæfðari búnað líkt og leiserskera, 3D prentara og CNC fræsi.