Hátalarahornið

Mál málana, tuð, grín og list
idea
Hátalarahornið
500.000 - 1.000.000
estimated cost
0
days since published
Support & Share
Creator
Sævar Ólafsson
Sævar Ólafsson
3 experiments
About
Problem description
Discussion

Settur verður upp sérstakur pallur í anda speakers corner í ráðhúsi Reykjavíkur. Fólk getur skráð sig og fengið að tjá sig um mál málana, tuð, grín, list og/eða hvað sem er. Passað verður sérstaklega upp á að viðfangsefni verði fjölbreytt. Allir geta mætt horft á ræðuhaldið, ásamt því að hátalarahorninu verður streymt á netinu.

Ég heiti Sævar Ólafsson og er búsettur í Reykjavík. Ég lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ og tveimur MA-prófum í markaðsfræði og stjórnun og í nýsköpunarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Ég starfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo og er einn af stofnendum Karolina Fund.

Verkefnið þýðir rosalega mikið fyrir mig, þar sem ég er atvinnutuðari en samt alveg ógeðslega hress. Þá þekki ég líka marga hress, og leiðinlega, sem vilja endilega fá að tjá sig um mikilvæg málefni

Það vantar samþykki frá Reykjavíkuborg, aðstöðu í ráðhúsinu, fjármagn til að kaupa/leigja tæknibúnað og þekkingu á honum. Þá þarf hóp fólks/samfélag til að halda utan um skipulagningu og skráningu. Þá væri ekki verra að fá aðstoð frá Reykjavíkurborg þegar það kemur að PR og markaðsetningu.

Loading...