Brandur fer á hjólastól til Nepal

Hjálpum Brandi að komast í ævintýri í Himalaya.
finished
Brandur fer á hjólastól til Nepal
Support & Share
Creator
Brandur Karlsson
Brandur Karlsson
3 experiments
About
Problem description
Discussion

Ég skal, ég get, ég vil!


Þegar ég missti hreyfigetuna


Þá hélt ég að lífið væri búið.


En svo lærði ég að lifa með þessu.


Ég eignaðist mikið af góðum vinum, sem voru tilbúin að leggja mér lið


Ég lærði hvað það þýðir að vera frumkvöðull og að láta stöðugt reyna á takmörkin.


Ég fór nokkra hringi í kringum landið með stuðningi frá góðu fólki, til að vekja athygli á aðgengismálum á Íslandi.


Ég fékk aftur hjálp frá vinum mínum til að smíða og nota svif-hjólastól sem ýmsir hafa haft ánægju af. Fátt jafnast á við það að svífa um með fuglunum.


Ég fékk líka hjálp frá vinum mínum, íslensku þjóðinni í formi NPA sem gefur mér frelsi til að ferðast frjáls ferða minna.


Og hundruðir manna lögðu mér lið við að stofna Frumbjörg, þar sem við vinnum að því að bæta tilveru aldraðra og öryrkja með fókus á framsýni. Frumbjörg hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og vann verðlaun á nýsköpunarkeppni norðurlandanna.


Nú þarf ég að leita til ykkar til að fremja næsta gjörning.


Að heimsækja landið sem er með eitt versta aðgengi í heiminum, Nepal.


Þar mun ég kanna aðstæður og sjá hversu langt stóllinn ber mig,


mála myndir með munninum af Himalaya fjöllunum,


Æfa líkaman minn með sérfræðing í fornum lækningar aðferðum,


Mentora fyrir nepölskum frumkvöðlum,


Kynna íslensk fyrirtæki fyrir Nepal eftir bestu getu, enda eru áskoranir þessara landa að mörgu leiti svipaðar.


Þeir sem styrkja mig fá miða á ráðstefnu sem ég mun skipuleggja.


Þar mun koma fram frammúrskarandi fólk sem hefur veitt mér innblástur


Og ég mun segja frá ferðinni


Takk fyrir hjálpina!


Ást og friður


Brandur.Loading...