Frumbjörg 2.0 "Listinn"

Hjálpið okkur að koma velferðar áskorunum í úrlausnarfarveg
idea
Frumbjörg 2.0 "Listinn"
0 - 250.000
estimated cost
0
days since published
Support & Share
Creator
Brandur Karlsson
Brandur Karlsson
3 experiments
About
Problem description
Discussion

Við þurfum ykkar hjálp! Við viljum halda áfram að vinna við að koma á fót öflugu stuðningskerfi fyrir heilbrigðis og velferðar tengda nýsköpun og frumkvöðlastarf. Með ykkar stuðning fáum við tækifæri til að hrinda i framkvæmd verkefnum sem við höfum þegar kortlagt eins og t.d. 'Listanum' 


Tökum stökk saman inn í framtíðina!

Við hjá Frumbjörg höfum verið að vinna að gerð framkvæmdáætlunar fyrir hvernig megi bæta stuðning við heilbrigðis- og velferðar frumkvöðla og nýsköpun. Við höfum notið þess að vinna með fjölbreyttum hóp af fólki og stofnunum en eins og myndin hér fyrir neðan sýnir þá tengist starfið okkar viða. 

Skýrar áskoranir en óskýrar lausnir.

Eftir að hafa talað við fjölmennan hóp fagfólks og frumkvoðla, þá hofum við kortlagt nokkur verkefni sem við teljum að geti haft teljandi áhryf.

Fyrsta verkefnið er listinn, en það gengur út á að kortleggja áskoranir og virkja umhverfið sem þegar er til staðar, svo að

Áhersla Frumbjargar verður á að byggja upp öflugt samfélag í kringum velferðariðnaðinn, en þar eru mörg vannýtt tækifæri fyrir íslenska atvinnusköpun. Umhverfi á Íslandi er tilvalið til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Mannkynið er að eldast hlutfallslega, þannig að ljóst er að þessi markaður kemur til með að vaxa gríðarlega á komandi árum og áratugum. Spár gefa til kynna að árið 2050 muni um fimmtungur af þjóðarframleiðslu Evrópusambandsríkja tengjast heilbrigðisgeiranum og hlutfall íbúa eldri en 65 ára orðið þriðjungur mannfjöldans.

Norrænu nýsköpunarverðlaunin.

Fyrir starf okkar i þágu nýsköpunar vistkerfisins hlotnaðist okkur sá heiður að vinna verðlaun Norrænu nýsköpunarverðlaunanna. En við munum fara seinna á árinu til Kina til að taka þátt i Heimsmeistarakeppni i nýsköpun. Þangað hafa Islendingar aðeins ratað einu sinni áður en það var fyrir Karolinafund. 

Frumbjörg - Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar

Starfsaðstaða okkar er nú reiðubúin til að taka við funheitum frumkvöðlum sem hafa verið að leita að hentugri skapandi starfsaðstöðu til að vinna að frumkvöðlaverkefnum sínum.

Frumbjörg vill með starfsemi sinni styðja við hreyfihamlaða og aðra fatlaða einstaklinga til sjálfsbjargar í atvinnulegu tilliti og efla þannig atvinnulífið með þátttöku sem flestra og bæta lífskjör og lífsgæði þessa hóps.

Frumbjörg er fyrst og fremst hugsuð fyrir:

Velferðarfrumkvöðla

Einstaklinga sem vinna að verkefnum á sviði velferðar- eða heilbrigðismála, með sérstaka áherslu á hreyfihamlaða og aðra fatlaða.

Fatlaða frumkvöðla

Fatlaða sem vinna að sínum eigin nýsköpunarverkefnum, hver svo sem þau eru en þurfa að henta okkar starfsaðstöðu.


Frumbjörg var stofnuð af Brandi Karlssyni árið 2016 í samstarfi við Sjálfsbjörgu - landssamband hreyfihamlaðra.

Loading...